Benidorm

Sandos Benidorm Suites er 4ra stjörnu gisting, staðsett í miðborg Benidorm. Gistingin býður upp á 200 rúmgóðar íbúðir og í garðinum er sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu. Á sumrin er góð barna- og skemmtidagskrá. Þetta er gisting sem hentar fremur ungu fólki, bæði er líf og fjör á staðnum sem og í nágrenni þess.

GISTING 

Rúmgóðar íbúðir með einu svefnherbergi. Íbúðirnar eru nýlega uppgerðar, með svefnherbergi og setustofu. Þær eru með loftkælingu. Herbergi og stofa eru aðskilin, herbergin eru öll með rúmgóðum svölum sem snúa út í sundlaugargarðinn og jafnframt með útsýni yfir Benidorm. Athugið að hvorki er borðbúnaður né eldunaraðstaða í íbúðunum. 

AÐSTAÐA

Góður garður með tveimur sundlaugum, sundlaug og barnalaug. Aðgangur er að þráðlausu interneti, sem getur þó verið höktandi á ákveðnum álagspunktum. Líkamsrækt og gufubað er til staðar sem gestir geta sótt sér að kostnaðarlausu og jafnvel farið í nudd(gegn gjaldi). 

AFÞREYING

Skemmtidagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa. Barnadagskrá er bæði á daginn og á kvöldin. Skemmtidagskrá og barnadagskrá er aðallega yfir sumartímann eða frá ca 10 júní og út september. Á vorin og haustin eru skemmtidagskrá í lágmarki.

VEITINGAR

Þeir sem dvelja á Sandos Benidorm Suites eru með “allt innifalið” sem þýðir allar máltíðir, kaffi og kökur milli mála, ís og drykkir (Ekki allir drykkir innifaldir, s.s. kokteilar og erlend vín).

FYRIR BÖRNIN 

Barnadagskrá er bæði á daginn og á kvöldin en ekki mini-klúbbur. Í garðinum er barnalaug. 

STAÐSETNING 

Ágætlega staðsett, fjarlægð á ströndina er 1000 metrar og 700 metrar í hjarta Benidorm. Hótelið hentar ungu fólki. Líflegt á staðnum og í næsta nágrenni.

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

C/ Marbella 2 Benidorm Spain

Kort