Albufeira
Hotel Porto Bay Falesia í Algarve er mjög gott 4 stjörnu hótel þar sem einstök staðsetning og beinn aðgangur að Praia da Falésia ströndinni eru nokkrir af höfuðkostum þessa hótels
Hótelið er umkringt af fallegum grænum svæðum og útsýni af  fallegum rauðgylltum klettum, sundlaugum og sól og  nærir huga og sál.
 
Gisting:
 
Í boði eru falleg og rúmgóð tveggja manna herbergi, hægt er að velja standard herbergi, herbergi með sjávarsýn, og tveggja manna herbergi superior.
Standard herbergin eru um 22fm. og superior herbergin eru um 27fm.
Svalir eru á herbergjum og þar eru 2 stólar og lítið borð.
Baðherbergi eru með smá-snyrtivörur og hárþurrku. Te og kaffi aðstaða er á herbergjum, sjónvarp og sími og minibar.
Herbergin eru með 2 stökum rúmum sem sett eru saman  ( fá góða einkunn frá gestum).  Loftkæling er á herbergjum.
Öryggishólf er hægt að leigja gegn gjaldi.  Frítt internet er á hótelinu.
 
Aðstaða:
 
Frábær útisundlaug er upp á toppi rauðu klettana, frábært útsýni, gróðursæld í kring og sól -  hitastig í útilauginni er ca 22°C. 
Rétt hjá er sundlaug fyrir börn.  Innisundlaug er á hótelinu upphituð 28°C og jacuzzi er staðsett rétt við Spa velllíðunaraðstöðuna.
Opnunartímar sundlauga er frá kl. 08.00 - 20.00
Lúxus vellíðunaraðstaðan, inni og úti,  býður upp á finnskt gufubað, eimbað og líkamsræktaraðstöðu og
fjölda snyrtimeðferða þar á meðal svæðanudd og ilmmeðferð - gegn gjaldi. 
 
Aðgangur að ströndinni er rétt við hótelið - gengið er niður tréstiga til að komast á ströndina. Hægt er að fara
aðra leið og er þá best að hafa samband við gestamóttökuna og fá leiðbeiningar.
 
Veitingar: 
 
Madeira restaurant býður upp á morgunverð og kvöldverð
Opinn frá 07.30 - 10.30 og frá 19.00 - 09.30
 
Falésa Bar :  býður upp á léttan  A la carte matseðil og barnamatseðill  opinn frá kl. 10.30 - 19.00 ( 17.00 yfir vetrartímann)
 
Bar Búzios -  er opinn frá kl. 17.00 - 23.30 og býður upp á lifandi tónlist miðvikudaga til og með laugardaga
Happy hour á Búzios barnum er frá kl. 17.00 - 18.00  ( 50% afsláttur af drykkjum.)
 
Fyrir börnin: 
 
Barnalaug
 
Staðsetning: 
 
Það tekur ca 40 mínútur ( 35 km) að aka frá Faro flugvelli að hótelinu, hótelið er staðsett beint fyrir ofan Falesía Beach, og er aðgangur að ströndinni við hótelið, gengið er niður langan tréstiga niður á gyllta ströndina, 
þar eru sólbekkir,  2 veitingarstaðir ( tilheyra ekki hótelinu)  10 mínútna gangur frá ströndinni er til þorpsins Olhos de Agua, þar er lítil og falleg strönd og gott úrval af veitingastöðum og börum eru í þorpinu.
Hótelið er stutt frá Albufeira;  í gamla bæinn eru  6 km og Strip  5 km.  Leigubíll kostar  ca 10  evrur aðra leiðina,  og Vilamoura er í  11,1  km. fjarlægð
Hægt er að taka strætó ( 300 metra frá hótelinu) til Albufeira og Vilamoura
 
 
Aðbúnaður:
 
Svalir
Hægindastólar og lítið borð
Sjónvarp
Minibar
Baðherbergi
Hárþurrka og smá-snyrtivörur á baði
Öryggishólf ( gegn gjaldi)
Loftkæling
Barnalaug
Útisundlaug -  Innisundlaug 
Jacuzzi
Spa - inni og útimeðferðir gegn gjaldi
Gufubað - Eimbað  - gegn gjaldi
Líkamsrækt
Sólbaðsaðstaða
Lifandi tónlist (mið-lau)
Sólarhringsmóttaka
Frítt WiFi
Veitingastaðir og bar
 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

 

 

 

Upplýsingar

Olhos D Aqua Portugal

Kort