Roquetas de Mar

Hotel Arena Center er fallegt og nútímalegt 4ra stjörnu íbúðarhótel einungis 250 metra frá ströndinni í Roquetas de Mar. Þetta hótel er rólegt og friðsælt með fallegu lobbíi og björtum göngum. Það hentar vel þeim sem vilja fallega og góða gistingu í rólegu umhverfi. Það hentar bæði pörum og fjölskyldum, 

GISTING 

Íbúðirnar á hótelinu eru bjartar og vel skipulagðar með eldhúsi og stofu. Þær eru búnar hjónarúmi og svefnsófa. Leiga á barnarúmi kostar um 4 evrur á dag. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd til þess að slaka á og eru svalirnar nokkuð rúmgóðar. Í íbúðum er eldunaraðstaða með litlum ískáp og helluborði. Snyrtileg baðherbergi eru í öllum íbúðum sem og sjónvarp og loftkæling sem er virk á sumrin. Stúdíó íbúðirnar eru einnig flottar og rúmgóðar. Skipt er á rúmum, handklæðum og þrif á herbergjum og íbúðum á hverjum degi. Í sameiginlegri aðstöðu er frítt þráðlaust internet en hægt er að kaupa aðgang fyrir íbúðirnar. Íbúðir geta snúið í allar áttir þar sem hótelið er byggt í U. Gestir geta keypt aðgang að þvottaaðstöðu með bæði þvottavél og þurrkurum gegn vægu gjaldi. 

AÐSTAÐA 

Öll sameiginleg aðstaða á Hotel Arena Center er mjög góð. Tvær sundlaugar eru í gróðursælum garðinum. Önnur er stór með innbyggðum heitum potti en hin er barnalaug þar sem krakkarnir geta buslað í. Athugið að hótelið býður ekki upp á leigu á handklæðum á sundlaugarbakkanum. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, gufubað, leikjaherbergi og sundlaugarbar. Á hótelinu er einnig upphituð innisundlaug sem er þó lokuð yfir sumarmánuðina. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmti- og barnadagskrá frá 24. júní og fram í september fyrir alla aldurshópa. Þrátt fyrir að nóg sé um að vera er þó örlítið rólegra á Arena Aparthotel heldur en á öðrum hótelum. Hótelið er stutt frá hinum ýmsu golfvöllum líkt og Playa Serena golfklúbbnum.

VEITINGASTAÐUR

Huggulegur hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á morgun- og kvöldverð. Einnig eru kaffihús og bar á hótelinu. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett nálægt ströndinni í Roquetas de Mar við hliðin á Hotel Neptuno og á móti Hotel Bellavistamarí um 4. km fjarlægð frá miðbænum. Í nálægð við það eru hinir ýmsu veitingastaðir og þjónusta og margt um að vera á svæðinu. Glæsileg ströndin er einungis í göngu fjarlægð og býður upp á nóg af skemmtun og fegurð. 

AÐBÚNAÐUR Á ARENA CENTER

Lyfta 

Gott aðgengi fyrir fatlaða

Útisundlaug

Barnasundlaug

Heitur pottur

Loftkæling á herbergjum(ath einungis á sumrin)

Frítt þráðlaust internet í sameiginlegu rými gesta

Öryggishólf(gegn gjaldi)

Bar 

Kaffitería 

Þvottahús 

Töskugeymsla 

Líkamsrækt 

Fjölskylduherbergi

Gufubað

Bílastæði(gegn gjaldi) 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Paseo Central, S/N 04740 Roquetas de Mar Spánn

Kort