Enska ströndin

Bungalows Parque Cristobal er mjög falleg 3ra stjörnu gisting sem býður upp á smáhýsi í hjarta Ensku strandarinnar. Svæðið er frábært fyrir barnafjölskyldur, fjölbreytt skemmtidagskrá og vatnaleiksvæði. Hótelið er nánast allt nýuppgert og eru nú öll gistirými með loftkælingu. 

 

GISTING 

Á hótelinu eru Superior svíta, Premier svíta sem eru smáhýsi með einu svefnherbergi, Family suite sem eru smáhýsi með 2 svefnherbergum,  "Kid suite" smáhýsin eru með tveimur svefnherbergjum en með þeim fylgir pelahitari, barnastóll, flatskjár og Playstation 3 tölva og Teen/táninga svíta. Í Premier smáhýsunum með einu svefnherbergi og öllum tveggja svefnherbergja smáhýsunum er stofa með flatskjá, loftkæling og eldhús með ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, hraðsuðukatli og kaffivél. Á baðherbergi er hárþurrka og hreinlætisvörur. Athugið að Superior Svíta og Superior Svíta Emblem eru ekki með eldhúsi. Hægt er að fá öryggishólf er hægt að fá gegn aukagjaldi.

Emblem svíturnar eru, Superior, Premier, Family, Premier Villa, og Family Villa.  Emblem smáhýsin eru að sömu stærð og almennu smáhýsin. Í þeim er loftkæling, kaffi og te aðstaða, minibar, baðsloppur, inniskór og hreinlætisvörur (Rituals), öryggishólf  og handklæði fyrir garðinn og sundlaugina ásamt gæða sólbekkjum og sólhlífum og gestir fá jóga mottu. Gestir í Emblem fá komugjöf, flip-flops og strandtösku, börnin fá smágjöf við komu og er gjöfin mismunandi eftir aldri barna. "Kodda menu" þar sem hægt er að velja efni svæflana  t.d. latex fibre, natural feather, viscoelastic eða memory foam og gestir fá reykelsi. Snyrtivörurnar á baðherbergjum eru frá Rituals, shampoo, body lotion, sápu, ECO-BIO set  sturtuhettu, tannkrem, rak-krem, andlitshreinsiklúta, sólaráburð 50 fyrir andlit og börn og  30 fyrir fullorðna og after sun,  allt frá Eco-Bio. Emblem gestir fá einn frían aðgang per mann í Spa, vellíðunaraðstöðuna, ef gist er í 4 nætur eða meir.

Svalir eða verönd er með öllum smáhýsum og frítt þráðlaust net Wi-fi. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru tvær sundlaugar og tvær barnalaugar með rennibraut, þær eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Gestir geta leigt handklæði*í garðinum, gegn gjaldi. (*frítt fyrir þá sem gista í Emblem smáhýsum.)

Vellíðunaraðstaða: "Mind Connect, Spa for body and soul" með sauna, Tyrkneskt bað, chromotherapy system og þar sem hægt er að fá ýmsar meðferðir svo sem sænskt nudd, sport nudd, ilmtherapy, "heita steina", hand og fótsnyrtingu gegn aukagjaldi.

Aðstaða til geymslu reiðhjóla er til staðar á hótelinu.

 

AFÞREYING

Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða, crossfit, jóga, pilates, tennisvöllur, billjard borð, ping pong, solarium, Zumba svæði,  fótbolti og körfubolti. 

 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður með mjög fjölbreyttum matseðli og snarlbar við laugina. Einnig er hægt að panta sér borð á à la carte veitingastaðnum á svæðinu  - Þeir sem eru í "all inclusive" fá meðal annars að fara 1 sinni í viku á Trattoria veitingarstaðinn (drykkir ekki innifaldir á Trattoria) picnic morgunverð, brunch allt innifalið, Family & Joy Casual food, ís /helados á Family & Joy Bar, Osmotic vatn, kranabjór, kaffi og te, koktaila hússins með eða án áfengis

Emblem gestir í hálfu fæði eða meir fá morgunverð, hádegisverð og kvöldverð á  "Picnic" Casual veitingastaðnum og aðgang að La Trattoria ítalska veitingastaðnum og  Emblem Concept Restaurant 

 

FYRIR BÖRNIN 

Barnahlaðborð, tvær barnalaugar, vatnaleiksvæði og fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börnin 

 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í hjarta Ensku strandarinnar. 2 km eru niður á strönd og er svæðið mjög barnvænt. Á hótelinu er skutla/bus fyrir þá sem vilja fara á ströndina, athuga tímasetningar hjá gestamóttöku.

 

AÐBÚNAÐUR Á PARQUE CRISTOBAL

Útisundlaugar 

Barnalaugar

Rennibrautir 

Nuddpottur 

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða

Barnadagskrá 

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Snyrtistofa

Líkamsræktaraðstaða

Fótboltavöllur 

Körfuboltavöllur

Veitingasstaður 

Smáhýsli/Smáhýsi premium/Kids suite

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Holanda, 35100 Playa del Ingles, Las Palmas de Gran Canaria

Kort