Apartamentos A10 Solecito er 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett ofarlega í Puerto de Alcudia. Alls eru 32 íbúðir á hótelinu, staðsettar í 4 byggingum sem ramma inn stóran sundlagagarð. Hver bygging er á tveimur hæðum. Í garðinum er bæði sundlaug og barnalaug. Apartmentos Solecito er góð fjölskyldugisting.
GISTING
Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum og ágætlega rúmgóðar. Þær skiptast í eldhús, borðstofu og stofu í sameiginlegu rými. Tvö baðherbergi eru í íbúðunum, annað með baðkari og hitt með sturtu. Allar íbúðir eru loftkældar með svölum eða verönd. Íbúðirnar eru þrifnar og skipt er á rúmum vikulega. Handklæðaskipti eru 3 sinnum í viku.
AÐSTAÐA
Rúmgóður garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðstaðstöðu. Þar er einnig snarlbar með svalandi drykki. Þráðlaust internet er í sameiginlegri aðstöðu. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
VEITINGAR
Á hótelinu eru veitingastaður með hlaðborð og bar.
FYRIR BÖRNIN
Barnalaug í garðinum.
STAÐSETNING
Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingahús, bari og kaffihús, það er eingöngu 200 metrar í næsta súpermarkað og vatnagarð. Strætó Stoppar rétt við hótelið. Fjarlægð frá ströndinni er u.þ.b. 800 - 900 metrar.
AÐBÚNAÐUR Í APARTMENTOS SOLECITO
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Barnalaug
Veitingastaður
Verönd
Snarlbar
Billiardborð
Leikvöllur
Upplýsingar
Avenida Tucan 31 Puerto de Alcudia Mallorca Espana
Kort