Hótel Labranda Marieta er gott 4ra stjörnu hótel sem er vel staðsett á Ensku ströndinni, Playa del Inglés og aðeins um 200 metra frá ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.
GISTING
Falleg, björt og smekklega hönnuð herbergi með svölum, LCD sjónvarp með gervihnattarásir, síma, þráðlaust net, öryggishólf (aukagjald) og mini-bar (aukagjald).
AÐSTAÐA
Á hótelinu eru 3 sundlaugar með sólbaðs aðstöðu ásamt frábærri sólbaðsaðstöðu uppi á þaki hótelsins með útsýni yfir svæðið.
AFÞREYING
Í boði er líkamsræktaraðstaða og heilsulind: la brise Spa
VEITINGASTAÐUR
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar við sundlaugina og Zeus þakbarinn sem býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Atlantshafið.
FYRIR BÖRNIN
Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett á Ensku ströndinni og eru aðeins um 200 metrar niður á strönd.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólarhringsmóttaka
Töskugeymsla
Frítt internet
Líkamsræktaraðstaða
Veitingasstaður
ATH
Upplýsingar
Avda. Italia 11, 35100 Gran Canaria, Las Palmas, Spain
Kort