GF Victoria er glæsilegt 5 stjörnu hótel á Costa Adeje, Tenerife. Hótelið sameinar afþreyingu og slökun og býður upp á margt fyrir börn og fullorðna - krakkaklúbbar, sjö sundlaugar, tennis- og skvassvöllur, minigolf, fitness salur, heilsulind, þrír veitingastaðir og fjórir barir og fleira.
Herbergin
Morgunmatur er innifalinn. Við komu fá gestir ávaxtakörfu, súkkulaði og vatnsflösku. Á öllum herbergum er baðherbergi, einka verönd eða svalir, snjall sjónvarp, frítt WiFi, loftræsting, minibar og öryggishólf.
Senior svíta: er með fallegt útsýni yfir hafið eða sundlaugina og einka verönd. Á svítunni eru innréttingar með hlýjum tónum og þægilegum húsgögnum. Þar er einnig tvö baðherbergi, annað með sturtu og hitt með baðkari, tveimur vöskum, baðslopp, hárþurrku og snyrtivörum.
Accessible/comfort senior svíta: þessi svíta er fyrir þá sem hafa takmarkaða hreyfigetu, hurðar, gangar, baðherbergi og uppsetning á húsgögnum er með hjólastólaaðgengi í huga. Svítan er þægileg og rúmgóð, með nýtískulegum húsgögnum.
Premium svítur: eru fullkomnar fyrir fjölskyldur. Vel rúmgóð herbergi sem eru innréttuð í jarðartónum, LED loftlýsingu, fyllt af lúxus og þægindum með nútímalegum húsgögnum. Master svefnherbergið er aðskilið frá stofunni, með sér aðgang að baðherbergi. Á baðherberginu er hárþurrka, baðsloppar og snyrtivörur í háklassa. Hitt baðherbergið er jafn stórt og bjart. Á veröndinni, eða í stofunni, er fullkominn staður til að njóta tímans með fjölskyldunni.
Harmony senior svíta: Rúmgóð svíta, innréttuð í hlýjum tónum. Í stofunni er setustofa með tveimur svefnsófum. Í svefnherberginu er stórt baðkar, þar er tilvalið að setja ilmolíur og slaka á. Það eru einnig tvö rúmgóð baðherbergi, bæði með sturtu, með tveimur vöskum, hárþurrku, baðslopp og snyrtivörum. Tilvalið er að fara út á verönd/svalir og njóta útsýnisins yfir hafið eða sundlaugina.
Afþreying
Á hótelinu er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja hreyfa sig, en þar má finna tennis og skvass velli, minigolf, borðtennis, líkamsræktarsal og fitness sal. Á hótelinu er Bylgju sundlaug og kostar 10 evrur á mann á dag í hana.
Slökun
Victoria Bio heilsulindin veitir sér rými fyrir fjölskyldur. Á sama tíma eru svæði sem eru einungis fyrir fullorðna, fyrir bæði pör og hópa. Þar má finna nuddpotta, gufubað og heita potta. Slakaðu á með nuddi eða spa- meðferð, fyrir líkama og andlit. Allar vörur á heilsulindinni eru náttúrulegar og vistfræðilegar. Á svæðinu eru einnig einkaþjálfarar sem setja upp einkaprógramm til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum. Fyrir hugarró og vellíðan er hægt að iðka hugleiðslu, yoga, pilates og Chi- kung í ánægjulegu umhverfi, umlykt blómum og plöntum.
Á þaki hótelsins er Air Bio heilsulindin, á afgyrtu svæði þar sem þú getur notið tíma með vinum eða maka þínum, fengið nudd og notið útsýnisins yfir hafið.
Fyrir börnin
Á hótelinu er ýmislegt í boði fyrir börn og unglinga, til að mynda barna sundlaug og krakkaklúbbar sem hæfa þeirra aldri. Á hótelinu er vatnagarður með vatnsrennibrautum og hægt er að fara á brimbretti. Það er skemmtilegt að klifra upp í tréhúsin og renna sér aftur niður á 'zipline', eða fara á ævintýra svæðið og reyna sig á klifurvegg. Mini klúbbar hótelsins eru hugsaðir fyrir þau minnstu, frá 10 mánaða til tólf ára, þar sem þau heyra sögur, dansa og taka þátt í ýmsum leikjum.
Veitingar
Á hótelinu eru þrír veitingastaðir sem bjóða ýmist upp á á la carte, hlaðborð, 'detox' rétti, heilsusamlega rétti sem eru matreiddir af ástríðufullu fagfólki. Hægt er að fá sérsniðna matseðla, sem setti eru saman af næringarfræðingum. Einnig eru fjórir barir á svæðinu.
Upplýsingar
Calle Bischofshofen 4 38660 Costa Adeje, ES
Kort