Albufeira

Grand Muthu Forte do Vale er gott 4 stjörnu íbúðarhótel staðsett á Albufeira, Portúgal. Hótelið hefur 2 sundlaugar, góða sólbaðsaðstöðu og heilulind. Frábært hótel fyrir alla fjölskylduna.

 

Gisting:

 

Íbúðirnar eru rúmgóðar og hafa öll hellstu þægindi, m.a. sjónvarp, síma, eldhúskrók með katli og ísskáp, ókeypis wifi og loftræstingu. Baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku. 

 

Aðstaða-Afþreying:

 

Grand Muthu hefur 2 sundlaugar, barnalaug, heilsulind með aðgang að sánu, heitum potti og gufubaði. Einnig er líkamsrækt og borðtennis. Krakkaklúbbur er fyrir börnin. Skemmtidagskrá er á kvöldin. 

 

Veitingar:

 

3 veitingastaðir eru á gististaðnum, einn þeirra hlaðborðsveitingastaður og hinir a la carte. Bjóða þeir uppá m.a. portúgalska, ítalska og  grill matargerð. Einnig er kaffihús innan hótelsins og 2 barir. 

 

Staðsetning:

 

Hótelið er staðsett ú 600 m fjarlægð frá Alemaes strönd, 100 m frá næstu veitingastöðum utan hótelsins, 25 km í Faro flugvöll.

 

Aðbúnaður:

 

Sturta/baðkar

Sundlaugar

Heilsulind

Gufubað

Veitingastaður

Bar

Loftkæling

Ókeypis wifi

Sjónvarp

Sími

Hárþurrka

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá

Hlaðborðsveitingastaður

Ísskápur

Ketill

Líkamsrækt

Borðtennis

Upplýsingar

Grand Muthu Forte do Vale, Albufeira Rua Dunfermline, Albufeira, Faro

Kort