Valeria Jardins d‘Agadir er gott 4 stjörnu hótel staðsett á Agadir, Marrokkó. Hótelið er staðsett í aðeins 400 m fjarlægð frá Agadir strönd, hótelið hefur heilsulind, tennisvöll og góða sundlaug í garði sínum. Notalegt hótel til að njóta í sólinni.
Gistiskattur : euro 1.98 pr mann pr nótt og greiðist beint til hótels.
Gisting:
Herbergin hafa hellstu þægindi, m.a. sjónvarp, ókeypis wifi og loftkælingu. Einnig hafa öll baðherbergin sturtu eða baðkar.
Aðstaða-Afþreying:
Á hótelinu er góð sundlaug með sólbaðsaðstöðu, einnig er heilsulind með aðgang að hammam baði, heilsumeðferðum og hárgreiðslustofu. Ókeypis wifi er á öllu hótelinu fyrir gesti. Líkamsrækt er fyrir gesti. Fyrir börnin er leikvöllur og krakkaklúbbur. Skemmtidagskrá er á kvöldin. Tennisvöllur, borðtennis, skemmistaður og karaoke eru einnig á staðnum.
Veitingar:
Hlaðborðsveitingastaður sem einnig hefur a la carte matseðil býður gestum uppá marrokóska rétti.
Staðsetning:
Hótelið er staðsett í 400 m fjarlægð frá Agadir strönd, veitingastaðir og barir utan hótelsins eru í 100 m fjarlægð og 20 km í flugvöll. Medina Polizzi er í 3.2 km fjarlægð.
Golfvöllur innan 3 km.
Aðbúnaður:
Sturta/baðkar
Sundlaug
Loftkæling
Ókeypis wifi
Sjónvarp
Leikvöllur
Krakkaklúbbur
Heilsulind
Skemmtidagskrá
Hlaðborðsveitingastaður
Bar
Líkamsrækt
Hammam bað
Gufubað
Hárgreiðslustofa
Tennis
Borðstennis
Skemmtistaður
Karaoke
Upplýsingar
CC42+MW6? Rue Oued Souss, Agadir 80000, Marokkó
Kort