Agadir

Hyatt Regency Taghazout er glæsilegt fimm stjörnu hótel staðsett beint við Atlas-fjöllin. Golfvöllur er í göngufæri og gestum býðst aðgangur að einni flottustu heilsulind landsins ásamt því að prófa sig áfram í mismunandi vatnsíþróttum, jóga eða pilates, eða njóta kræsinga frá öllum heimshornum þar sem lífræn matreiðsluupplifun er í fyrirrúmi.

Öll herbergin eru mjög rúmgóð með sérsvölum og hágæðasnyrtivörum á baðherbergi. Minibar, baðsloppur, inniskór, 65 tommu flatskjár, myrkvunargardínur, strauborð, straujárn og öryggisskápur fylgja hverju herbergi.

Fjórir veitingastaðir eru á hótelinu ásamt setustofum, danssal, tveimur "infinity" sundlaugum, heilsulind, líkamsræktarstöð og barnaklúbb.

Upplýsingar

m 17 Essaouira Road, Taghazout 80750, Marokkó•

Kort