Jet Apartments er gott 3 stjörnu, frábærlega staðsett íbúða samstæða á Playa d´en Bossa ströndinni. Þar er að finna hinn fræga Bora Bora strandklúbb. Íbúðirnar eru loftkældar með verönd sem snýr út að sjó.
Gisting:
Íbúðirnar eru smekklegar með einföldum innréttingum og vel búnum eldhúskrók og ísskáp. Íbúðirnar eru með verönd, loftkælingu og fríu interneti.
Aðstaða og afþreying:
Það eru 2 sundlaugar með sólarverönd á Jet Ibiza og sundlaugaveislurnar eru þekktar á eyjunni.
Einnig er hárgreiðsustofa, lítil gjafavöruverslun og matvörubúð á staðnum.
Veitingar:
Veitingastaðurinn Jet´s Moorea býður upp á fjölbreyttan mat og er staðurinn opinn 18 tíma á dag. Einnig er að finna pizzastað sem er opinn allan sólarhringinn, írskan bar og skemmtilegur strandbar með dj.
Staðsetning:
Jet íbúðirnar eru staðsettar aðeins 300 metrum frá Ushuaia og Ibiza miðbærinn er 4 km í burtu. 24 tíma rútuþjónusta stoppar við íbúða samstæðuna.
Aðbúnaður:
Sturta/baðkar
Sjónvarp
Loftkæling
Wifi
Öryggishólf
Hárþurrka
Upplýsingar
Ctra. de Platja d'en Bossa, s/n, 07817 Eivissa, Illes Balears, Spánn
Kort