NEOS
Neos er ítalskt flugfélag sem er hluti af Alpitour World sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki með 75 ára sögu. Neos var stofnað árið 2001 með það að markmiði að veita markaðnum hágæða flugþjónustu. Skuldbinding NEOS er að viðhalda ströngum stöðlum um rekstraráreiðanleika, bæði um borð og á jörðu niðri.
Neos á einn yngsta Boeing flugvélaflota í Evrópu. Fugvélarnar eru nútímalegar, þægilegar og umhverfisvænar, veita farþegum hágæða þjónustu á sama tíma og þeir huga að umhverfinu.
NEOS er með 16 Boeing flugvélar sem uppfylla ströngustu öryggisstaðla sem krafist er í gildandi reglugerðum.
VEGABRÉF
Nauðsynlegt er að hafa meðferðis gilt vegabréf þegar þú innritar þig í flug. Engin undantekning.
INNRITUN
Á sjálfsafgreiðslustöðvum í Keflavík er hægt að innrita sig á flesta okkar sólarstaði og prentast þá út bæði brottfararspjald og töskumiði
- Innritun í Keflavík hefst 2 -2 ½ klst fyrir áætlaða brottför og innritunarborð loka 45 mín fyrir áætlaða brottför.
- Brottfararhliðið lokar 30 mín fyrir áætlaða brottför og farþegum er vísað frá ef þeir koma ekki fyrir þann tíma.
- Innritun erlendis er með hefðbundnum hætti.
NETINNRITUN
Hægt er að netinnrita sig á vefsíðu NEOS AIR það er þó ekki nauðsynlegt. Vefinnritun opnar 24 klst fyrir brottför og þá fæst brottfararspjald sent á uppgefið netfang. Athugið að fara þarf í röð með farangur.
Við netinnritun athugið að velja tour operator og að skrá bókunarnúmer Sumarferða án bókstafa. Passa þarf að setja nafnið eins og það er skráð í bókun (með millinafni ef við á) án íslenskra sérstafa.
Athugið: eftir að netfinnritun hefst er ekki hægt að bæta við tösku eða sæti hjá Sumarferðum.
VELJA SÆTI
FARANGUR
Handfarangur max 8 kg er innifalinn í pakkaferð og verður að passar í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Stærð farangurs má vera 55x40x20 cm.
Innritaður farangur max 20kg er innifalinn í pakkaferð. Stærð farangurs má vera að hámarki 158 cm (lengd+breidd+hæð).
FARANGURSHEIMILD BARNA
Fyrir börn 2ja ára og eldri gildir sama farangursheimild og fyrir fullorðna. Það er heimilt að taka kerru fyrir börn upp að 6 ára aldri. Barnastólar og annar farangur dregst frá farangursheimildinni.
Barnasæti fyrir ungabörn - ef keypt hefur verið sæti fyrir ungabarnið.
Þegar ferðast er með ungbarn undir 2 ára aldri (24 mánaða) er ekki tekið frá sæti fyrir barnið vegna þess að það situr í fangi foreldris. Hægt er að kaupa sæti fyrir ungabarn en samkvæmt alþjóðlegum öryggisflugreglum verður það að sitja í fangi foreldris í sérstaku ungbarnabelti við flugtak og lending. Einnig þarf að hafa ungbarnið í fangi foreldris á meðan kveikt er á sætisljósum vélarinnar.
SALA UM BORÐ
Matur og drykkir eru seldir um borð ásamt tollfrjálsri vöru. Sjá nánari upplýsingar hér.
NET UM BORÐ
Ný þjónusta NEOS en nú er hægt að fá net um borð á flugleiðum Sumarferða.
Athugið að í einstaka flugum getur verið að netið sé ekki í boði.
HLAÐA TÆKI
Hægt er að hlaða tæki með USB hleðslutæki um borð.
SÉRAÐSTOÐ Í FLUGI
Þarf að berast Sumarferðum 3 sólahringum fyrir flug.
UPPLÝSINGAR UM SÉRFARANGUR
Á vef Neos eru upplýsingar um sérfarangur og þjónustuverðskrá Sumarferða.
ÁBENDINGAR VARÐANDI FLUGIÐ
Allar ábendingar varðandi flugið fara í ákveðið ferli hjá þjónustuveri NEOS - athugið svarað er innan 30 daga.
Ef um minniháttar skemmdir á farangri er að ræða eins og t.d. rispur/rifur, hjól/handföng brotna eða beyglast tekur flugfélagið enga ábyrgð.
GLEYMDUR HLUTUR UM BORÐ
Ef farþegi gleymir hlut um borð þarf viðkomandi að hafa samband við skrifstofu tapað/fundið (lost & found) á viðkomandi komuflugvelli. Keflavíkurvöllur: baggage@airportassociates.com.
FLUGÁÆTLUN
Gott er að fylgjast með flugáætlun inn á www.kefairport.is eða á viðkomandi flugvelli erlendis.