Almería: sumarstaður fjölskyldunnar
Gististaðir okkar eru við hina dásamlegu strönd Roquetas de Mar.
Almería er best fyrir:
- Roquetas De Mar ströndina
- Spænska menningu
- Mikið um "Allt innifalið" gistingar
- Fjölskylduvænt umhverfi
- Flogið til Almería
- Flugtími 4+/- klst.
- Akstur til Roquetas de Mar 30 mín.
- Tungumál: Spænska
- Gjaldmiðill: Evra
- Sumarhiti: Allt að 30°C
- Sumaráfangastaður
- Tími: +2 sumar
- Landkóði: +34
Spænska borgin Almeria á sér langa sögu, sem rekja má allt aftur til ársins 955. Í dag búa þar um 200 þúsund manns. Í kringum borgina er svo aragrúi lítilla, spænskra þorpa sem hvert ber sitt eigið einkenni og sjarma.
Töfrandi strandbær
Í 18 kílómetra fjarlægð frá borginni Almeria er strandbærinn Roquetas de Mar, sem er einstaklega fjölskylduvænn áfangastaður með úrvalsgististöðum. Í bænum búa einungis um 66 þúsund manns og fléttast líf íbúans og ferðamannsins saman í líflegri fléttu. Það er alltaf nóg um að vera í Roquetas de Mar og það má sega að þar upplifi fjölskyldan hina einstöku spænsku menningu.
Bærinn sjálfur hefur orð á sér fyrir að vera snyrtilegur og yfirvöld passa að öllu sé vel við haldið. Meðfram ströndinni liggur skemmtileg göngugata sem ferðalangar geta notið þess að spóka sig, horfa yfir hafið og smakka dýrðir Spánar. Í borginni má líka finna fjölda veitingahúsa, verslana, pöbba, skemmtistaði og 18 holu golfvöll sem staðsettur er í miðjum bænum.
Allir finna sitt á Almeria
Það leiðist engum í Almeria. Ótrúlegt úrval afþreyingar er á boðstólum, bæði í Roquetast de Mar, í borginni Almeria og bæjunum þar í kring. Sem dæmi má nefna að í Roquetas de Mar má finna vatnsrennibrautargarð, sædýrasafn, go-kart braut, sérstök línuskautasvæði, fallega smábátahöfn og lítinn barnaskemmtigarð fyrir yngstu ferðalangana. Yngri kynslóðin nýtur sín því sérstaklega vel í þessum fallega litla strandbæ.
Frábærir verslunarmöguleikar
Í Roquetas de Mar er einnig að finna verslunarmiðstöðina Gran Plaza. Tvær stórar verslunarmiðstöðvar eru í Almería Torrecárdenas og Mediterráneo. Í Almería er breiðgatan Paseo de Almería með verslunum eins og Mango, Bimba Y Lola og Sephora.
Fjölbreytt manníf
Fyrir þá sem sem vilja spóka sig um utan bæjarmarkanna býður svæðið í kringum Roquets de Mar upp á ótal möguleika. Akstur til Almeria tekur einungis um hálfa klukkustund. Á leiðinni má sjá stórbrotna náttúru og er dásamlega fallegt að aka meðfram klettóttri ströndinni til borgarinnar. Almeria sem er lífleg 200 þúsund manna borg býður upp á fjölbreytta skemmtun og því tilvalið að eyða góðum degi þar. Við mælum með því að fólk heimsæki Alcazaba virkið þar sem útsýni er yfir borgina. Ekki gleyma því að skoða fallegu garðana sem eru í kringum virkið sem byggt var á 10. öld af márum.
Tilvalið er svo að ganga Römbluna og spóka sig í mannhafinu. Þar er að finna fallega laufskrúðuga garða og litlar gönguleiðir sem teygja sig í átt að hafinu. Njótið ykkar undir skugga spánskra trjáa og ráfið jafnvel niður á strönd og setjist niður á einum fjölmargra bara sem þar er að finna. Góðar samgöngur eru á milli Roquetas de Mar og Almeria sem gerir ferðalagið á milli auðvelt.
Granada: Perla Andalúsíu
Það er ógleymanlegt að heimsækja borgina Granda, einn fallegasta stað Andalúsiu. Borgin er ein þekktasta og vinsælasta borg Spánar með magnaða sögu og yndislegt fólk. Granda var höfuðborg Andalúsiu á tímum mára, en arabar réðu yfir Granda í næstum 800 ár eða fram á 15 öld. Márarnir voru þekktir fyrir mikla snilli í byggingarlist og þar ber helst að nefna hina víðfrægu Alhambra höll, eða rauðu höllina. Borgin Granada er einnig á heimsminjaskrá Unesco og er að áliti margra einn af fallegustu stöðum heims. Fjallagarðurinn Siera Nevada umkringir borgina og þar má finna eitt þekktasta skíðasvæði Spánar.
Borgin er staðsett inni í landinu og tekur það tæpa tvo tíma að keyra til hennar frá Roquetas de Mar. Leiðin er dásamlega falleg og hægt er að keyra meðfram strandlengjunni. Við mælum með því að fjölskyldan smyrji sér nesti, leggi snemma af stað og eyði deginum í Granada, smakki tapas og spóki sig í mannhafinu áður en snúið er til baka síðla kvölds.