Ítalía: Verona eða Gardavatn
Við fljúgum til Verona í allt sumar, í boði eru stuttar borgarferðir eða lengri sumarferðir. Hægt að dvelja í borginni eða dvelja við Gardavatn.
Verona er full af sögu og huggulegheitum, Shakespeare og tónlistarfylltum torgum, Verona býður þér græn svæði, litla vínbari og mjög góðan mat – og spaghetti.
GAMLI BÆRINN
Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best, einna helst líkt og maður detti inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.
SHAKESPEARE
Borgin var mikil hvatning fyrir Shakespeare og notaði hann Verona sem leiksvið í þremur leikritum; Rómeó og Júlíu, Skassið tamið, og Tveir herramenn frá Verona. Hinar sögufrægu svalir þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós er vinsæll skoðunarstaður.
Norður Ítalía er best fyrir:
- Fallega náttúru
- Græn svæði og falleg vötn
- Hlýlegt og notalega andrúmsloft
- Einstaka matarmenningu
- Flogið til Verona (VRN)
- Flugtími +/- 4:00 klst.
- Tungumál: ítalska
- Gjaldmiðill: Evra
- Sumarhiti: 26+°C
- Sumaráfangastaður
- Tími: +2 sumar
- Landkóði: +39
GARDAVATN
Frí við Gardavatn snýst um slökun, hvort sem þú dvelur við víngarð, við strandlengjuna eða á skemmtilegu fjölskylduhóteli.
Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri. Gardavatnið er það stórt að það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er frægur fyrir náttúrufegurð og háum fjöllum sem umlykja vatnið og svo vínframleiðslu.
Gistingar á Ítalíu
5 * lúxushótel við Gardavatnið. Staðsett upp í hlíðum Limone sul Garda sem er einn þekktasti og fallegasti bærinn við Gardavatnið. Aðeins 300 m frá vatninu og 600 m frá miðbæ Limone.
Frábært hótel fyrir fólk sem vill njóta vel á lúxushóteli með frábært útsýni yfir vatnið. Limone stendur milli fjalla og vatns og hefur heillað rithöfunda og skáld í gegnum aldirnar.
ATH að við mælum með að fólk skoði vel samgöngur frá Verona til Limone sul Garda. Það er auðvelt að komast þangað með bíl en almenningssamgöngur þarf að kynna sér vel.
Hotel Portici er 4 stjörnu hótel staðsett í sögulega miðbæ Riva del Garda, í aðeins 50 metra fjarlægð frá vatninu. Mælt er með að farþegar hafi bílaleigubíl.
Frábært útsýni yfir aðaltorgið sem iðar af mannlífi allan ársins hring. Á hótelinu er veitingastaður og Pizzeria Portici þar sem hægt að er njóta góðs matar og fylgjast með mannífinu á torginu.
Hotel Villa Nicolli er frábært hótel fyrir 18 ára og eldri. Staðsett rétt fyrir utan Riva del Garda, 5 mínútna gangur niður í miðbæ.
Rúmgóð herbergi með lofkælingu og minibar, úti-og innisundlaug.
ATH við mælum sérstaklega með að fólk sé á bílaleigubíl eða geri ráð fyrir að hafa kynnt sér vel almenningssamgöngur á þessu svæði. Frítt er að leggja bíl hjá hótelinu. Einnig er hægt að fá lánuð hjól á hótelinu.
Gardaland Magic/Adventure eru 4 * hótel sem bjóða upp á frábæra upplifun fyrir alla fjölskylduna.
Frí skutlþjónusta til og frá garðinum er í boði. ATH að við mælum með að allir kynni sér vel almenningssamgöngur til og frá Verona flugvelli. Auðvelt er að komast að Gardalandi á bíl og frítt bílastæði er í boði.
ATH að inngangur í Gardaland garðinn er EKKI innifalinn í hótelverðinu. Verðið í garðinn er ca 40 evrur á mann og frítt fyrir þá sem eru innan 1 meters á hæð.
Er flott 4 stjörnu hótel frábærlega vel staðsett í Torri del Benaco við Gardavatn. Á hótelinu eru sundlaug, morgunverðahlaðborð, heitur pottur og þráðlaust net.ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona. Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.
Hótel Serenella er gott 3* hótel í Sirmione með sundlaug, 50 metrum frá Catullo Thermal Spa heilsulindinni. Umkringt ólífutrjám og fallegu útsýni.
ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona. Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.
Bike Hotel Touring Gardone Riviera & Wellness er gott 3* hótel í bænum Gardone Riviera. Heilsulind og góður veitingastaður er á hótelinu ásamt dásamlegu útsýni yfir vatnið.
ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona. Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.