Ítalía: Verona eða Gardavatn

Við fljúgum til Verona í allt sumar, í boði eru stuttar borgarferðir eða lengri sumarferðir. Hægt að dvelja í borginni eða dvelja við Gardavatn. 

Verona er full af sögu og huggulegheitum, Shakespeare og tónlistarfylltum torgum, Verona býður þér græn svæði, litla vínbari og mjög góðan mat – og spaghetti.

GAMLI BÆRINN
Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best, einna helst líkt og maður detti inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.

SHAKESPEARE
Borgin var mikil hvatning fyrir Shakespeare og notaði hann Verona sem leiksvið í þremur leikritum; Rómeó og Júlíu, Skassið tamið, og Tveir herramenn frá Verona. Hinar sögufrægu svalir þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós er vinsæll skoðunarstaður.

Norður Ítalía er best fyrir:

  • Fallega náttúru
  • Græn svæði og falleg vötn
  • Hlýlegt og notalega andrúmsloft
  • Einstaka matarmenningu

 

 

  • Flogið til Verona (VRN)
  • Flugtími +/- 4:00 klst.
  • Tungumál: ítalska
  • Gjaldmiðill: Evra 

 

  

  • Sumarhiti: 26+°C
  • Sumaráfangastaður
  • Tími: +2 sumar 
  • Landkóði: +39 

 

GARDAVATN

Frí við Gardavatn snýst um slökun, hvort sem þú dvelur við víngarð, við strandlengjuna eða á skemmtilegu fjölskylduhóteli. 

Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri. Gardavatnið er það stórt að það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er frægur fyrir náttúrufegurð og háum fjöllum sem umlykja vatnið og svo vínframleiðslu. 

 

Gistingar á Ítalíu

Grand Hotel Des Arts, einnig þekkt sem Hotel Indigo Verona er glæsilegt 4* hótel nálægt gamla bænum, staðsett við Corso Porta Nuova. Hótelið er umkringt verslunum, söfnum, veitingastöðum og hverju öðru sem ferðamenn sækjast eftir.

Lesa meira

Hotel San Pietro er fallegt 4 stjörnu hótel sem var endurnýjað 2005 í fallegum nútímalegum ítölskum stíl og eftir evrópskum öryggisreglum. Hótelið er í 1.5 km., fjarlægð frá Verona Fiera sýningarhöllinni og  í léttu göngufæri við miðbæinn og lestarstöðina.

Lesa meira

Ark Hotel er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett 1.3 k. frá hringleikahúsi Verona. Líkamsrækt, morgunverðarhlaðborð og bar gera dvöl þína í Verona notalegri.

Lesa meira

Best Western CTC er gott 4 stjörnu hótel. Gististaðurinn hefur ókeypis Wifi, frítt að leggja í stæði, morgunverð, veitingastað og bar svo eitthvað sé nefnt. Njóttu vel í Verona

Lesa meira

Er flott 4 stjörnu hótel í Verona, staðsett um 6km frá Verona-flugvelli. Á herbergjum hótelsins er loftkæling, sjónvarp og er San Zeno Cathedral aðeins 1km frá. 

 

Lesa meira

Best Western Hotel de Capuleti er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 500 m frá Verona Arena. Heilsulind, bar og líkamsrækt eru meðal þess sem gestir geta notið á Best Western Hotel de Capuleti. 

Lesa meira

Hotel Italia er sjarmerandi 3ja sjörnu hótel staðsett í hljóðlátu og söguríku hverfi. Hið vinsæla torg Piazza delle Erbe og Juliet Balcony eru í 15 mínútna göngufæri. 

Lesa meira

Fallegt 3* og vel staðsett hótel. Björt herbergi, snarlbar og vínbar. Parketlögð herbergi búin öllum helstu þægindum. 

Lesa meira

Novo Hotel Rossi er nútímalegt og fallegt 3ja stjörnu hótel staðsett í 15 minútna göngufjarlægð til Verona Porta lestarstöðinnar, Flix Bux, sögusafnið og Verona Fiere sýningarhöllina.

Lesa meira

Hotel Novo Rossi er 3 stjörnu hótel staðsettí Veróna. Herbergin eru snyrtileg og hafa ókeypis Wi-Fi auk loftkælingar.

Lesa meira

5 * lúxushótel við Gardavatnið.  Staðsett upp í hlíðum Limone sul Garda sem er einn þekktasti og fallegasti bærinn við Gardavatnið. Aðeins 300 m frá vatninu og 600 m frá miðbæ Limone. 

Frábært hótel fyrir fólk sem vill njóta vel á lúxushóteli með frábært útsýni yfir vatnið.  Limone stendur milli fjalla og vatns og hefur heillað rithöfunda og skáld í gegnum aldirnar. 

ATH að við mælum með að fólk skoði vel samgöngur frá Verona til Limone sul Garda.  Það er auðvelt að komast þangað með bíl en almenningssamgöngur þarf að kynna sér vel.  

 

Lesa meira

Hotel Forte Charme er frábært 4 stjörnu hótel staðsett 1 km frá garda vatni. Sundlaug með glæsilegu útsýni yfir Garda vatn auk góðrar sólbaðsaðstöðu tryggir gestum slökun í fögru umhverfi. 

Lesa meira

Donna Silvia Hotel Wellness & Spa er gott 4* hótel staðsett í bænum Garda, við Gardavatnið. Hótelið er umkringt gróðri og stórkostlegu útsýni og er aðeins 350 m frá vatninu.  

Lesa meira

Hotel Caravel er glæsilegt 4* hótel staðsett aðeins 300 m frá Gardavatni og ströndum þess. Sundlaug, veitingastaður og fjöldi vatnsíþrótta gera dvöl við Gardavatnið unaðslega.

Lesa meira

Chevro Golf and Spa Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem er staðsett í San Vigilio  í Trentico - Alto Adige héraði aðeins 40 mín frá Verona og  12 mín. akstur frá Gardavatninu. 

Lesa meira

Sólarlottó - látum vita skömmu fyrir brottför hvaða hóteli er gist á. 

Lesa meira

Grand Hotel Gardone er frábært 4 stjörnu hótel, staðsett rétt við Gardone Riviera vatnið. Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.

 

Lesa meira

Centrale er 4 stjörnu hótel staðsett í miðbæ Garda, stutt frá göngusvæði. 

Lesa meira

Sport Hotel Olimpo er 4 stjörnu hótel staðsett í stuttri göngufjarlægð frá miðbæ Garda þar sem er að finna helstu þjónustu og veitingastaði. Á svæðinu eru 5 tennisvellir, stór útisundlaug með sundbrautum og sólbekkir, njóttu dvalar þar sem íþróttir og slökun blandast saman.

Lesa meira

Hotel Portici er 4 stjörnu hótel staðsett í sögulega miðbæ Riva del Garda, í aðeins 50 metra fjarlægð frá vatninu. Mælt er með að farþegar hafi bílaleigubíl.

Frábært útsýni yfir aðaltorgið sem iðar af mannlífi allan ársins hring.  Á hótelinu er veitingastaður og Pizzeria Portici þar sem  hægt að er njóta góðs matar og fylgjast með mannífinu á torginu. 

 

 

Lesa meira

Hotel Villa Nicolli er frábært hótel fyrir 18 ára og eldri.  Staðsett rétt fyrir utan Riva del Garda, 5 mínútna gangur niður í miðbæ.  

Rúmgóð herbergi með lofkælingu og minibar, úti-og innisundlaug.  

ATH við mælum sérstaklega með að fólk sé á bílaleigubíl eða geri ráð fyrir að hafa kynnt sér vel almenningssamgöngur á þessu svæði.  Frítt er að leggja bíl hjá hótelinu.  Einnig er hægt að fá lánuð hjól á hótelinu.  

Lesa meira

Gardaland Resort er ævintýralegt 4* hótel þar sem hugmyndaflugið á sér engin takmörk.  Hótelið er samtengt Gardaland garðinum sem er stærsti skemmtigarður á Ítalíu.  

Á hótelinu eru 250 herbergi og þar af 36 þema-herbergi, öll búin þægindum og skemmtilegt umhverfi fyrir börnin.  

Lesa meira

Gardaland Magic/Adventure eru 4 * hótel sem bjóða upp á frábæra upplifun fyrir alla fjölskylduna.  

Frí skutlþjónusta til og frá garðinum er í boði.  ATH að við mælum með að allir kynni sér vel almenningssamgöngur til og frá Verona flugvelli.  Auðvelt er að komast að Gardalandi á bíl og frítt bílastæði er í boði.  

ATH að inngangur í Gardaland garðinn er EKKI innifalinn í hótelverðinu.  Verðið í garðinn er ca 40 evrur á mann og frítt fyrir þá sem eru innan 1 meters á hæð.  

Lesa meira

Poiano Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel í bænum Garda við Gardavatnið. Hótelið er staðsett í hlíð, umkringt gróðri og fallegu landslagi.  2 sundlaugar, heilsulind og fjöldi  afþreyingu tryggir gestum góða dvöl.

Lesa meira

Aqualux 4* hótel við Gardavatnið útbúið öllum helstu þægindum. Glæsileg heilsulind á hótelinu þar sem hægt er að njóta og láta sér líða vel.  

ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona.  Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.

Lesa meira

Hótel Regina Adelaide er 4* hótel, steinsnar frá vatninu, staðsett í gamla bænum í Garda.  Hótelið býður upp á 59 herbergi,  innisundlaug, glæsilega útisundlaug með sólbekkjum og tilheyrandi. Frábært SPA þar sem boðið er upp á allar helstu heilsu meðferðir. 

Lesa meira

Er flott 4 stjörnu hótel frábærlega vel staðsett í Torri del Benaco við Gardavatn. Á hótelinu eru sundlaug, morgunverðahlaðborð, heitur pottur og þráðlaust net.ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona.  Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.

 

Lesa meira

Hótel Splendido Bay er 5* lúxushótel við Gardavatnið.  Frábær staðsetning og ómótstæðilegur matur og dekur.  ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona.  Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.

Lesa meira

Hótel Serenella er gott 3* hótel í Sirmione með sundlaug, 50 metrum frá Catullo Thermal Spa heilsulindinni.  Umkringt ólífutrjám og fallegu útsýni. 

ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona.  Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.

Lesa meira

Bike Hotel Touring Gardone Riviera & Wellness er gott 3* hótel í bænum Gardone Riviera.  Heilsulind og góður veitingastaður er á hótelinu ásamt dásamlegu útsýni yfir vatnið. 

ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona.  Ef þið eruð ekki á bíl er nauðsynlegt að athuga almenningssamgöngur milli Garda og Verona.

Lesa meira