Calpe: draumur fjölskyldunnar
Calpe er við Costa Blanca strandlengjuna - flogið er til Alicante flugvallar.
Calpe er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar. Svæðið er þekkt fyrir sinn hvíta sand og túrkísblátt hafið. Svæðið er í um 50 mínútna akstursfarlægð frá Alicante borginni og því tilvalið að nýta tækifærið og heimsækja þessa frægu borg. Svæðið sjálft býður upp á sérstaklega góða gistimöguleika fyrir fjölskylduna á góðu verði, ásamt góðum gistingum eingöngu fyrir 18 ára og eldri.
Bærinn sjálfur á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og fjölbreyttri menningunni. Menning, slökun, mikil matar- og vínmenning í dásamlegri veðursældinni.
COSTA BLANCA SVÆÐIÐ
- Albír
- Alicante
- Altea
- Benidorm
- Calpe
- Flogið til Alicante (ALC)
- Flugtími +/-4 klst.
- Akstur til Calpe 50-60 mín.
- Tungumál: Spænska
- Gjaldmiðill: Evra
- Sumarhiti: 28+°C
- Vetrarhiti: 16+°C
- Milt og gott vor og haust
- Tími: +2 sumar +1 vetur
- Landkóði: +34
Ljúft athvarf fjölskyldunnar
Á Calpe svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir, en við mælum sérstaklega með veitingastöðum sem sérhæfa sig í sjávarfangi. Það er þó auðvelt að finna veitingahús sem bjóða upp á kosti sem hæfa matvöndu smáfólki, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi.
Inni í bænum, stutt frá sjónum, er grunnt vatn sem nefnist Las Salias og þar má gjarnan sjá Flamingo fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp á stórkostlegar gönguleiðir sem henta allri fjölskyldunni. Ekki gleyma myndavélinni, þar er stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði sem er vel þess virði að festa á filmu.
Lifandi borg í seilingarfarlægð
Hin víðfræga spænska borg Alicante er í seilingarfjarlægð frá Calpe, einungis klukkustunda akstur um stórbrotið landslagið. Strandlengjan við borgina er yfir 7 kílómetrar og þar má á hverju strái finna frábæra skemmtigarða og fjölbreytt veitingahús, hvert öðru betra.
Í borginni má finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Þar er líka hægt að skoða margar fallegar minjar frá tímum máranna. Dómkirkjan í Alicante, San Nicolas er mjög falleg og vel þess virði að taka sér hlé frá sólbökun einn eftirmiðdag og leggja leið sína þangað. Næturlífið á Alicante er fyrir löngu orðið þekkt út fyrir landssteinana og ferðalangar geta valið á milli aragrúa næturklúbba, kráa og skemmtistaða af öllum stærðargráðum. Það er því að okkar mati tilvalið að njóta lífsins í Calpe og eyða svo degi, eða tveimur í hinni iðandi borg Alicante eða smábæjunum í kring.
Gistingar á Costa Blanca svæðinu
Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.